Einlægni.

Hvað er meira aðlaðandi en manneskja sem er algjörlega hún sjálf? Í skrifum dáist ég alltaf mest að því fólki sem þorir að vera það sjálft, já því það er svo sannarlega að þora. Það virðast hver einasti maður vera hræddur við að vera hann sjálfur. Ég hef alltaf verið það. En það er sem betur fer að breytast. Ég hef lagt mikla vinnu í að sjá til þess að það breytist, sérstaklega síðustu tvö árin, með hjálp frá góðu fólki, fagaðilum sem veit hvaða spurninga þarf að spyrja og hvað ég þarf að horfast í augu við. Ég hef skrifað um það oft og mörgum sinnum, oft og mörgum sinnum bara á þessu ári, og svo ótal oft áður. En ég hef aldrei þorað að birta þau skrif. Hrædd um að vera of opin, of einlæg, að fólki finnist það kjánalegt.

En er það ekki það sem er kjánalegt? Ég dáist ekki aðeins að fólki sem þorir að vera það sjálft, ég dáist að fólki sem þorir að játa að það sé ekki fullkomið, að það sé hrætt, og kvíðið, og stressað, og að það efist um sjálft sig á hverjum einasta degi. Sem ég veit að á við um mig. Sem ég er nokkuð viss um að eigi við þig líka. Ég geri mitt besta til þess að þagga niður í þeirri rödd, röddinni sem segir að ég sé ekki nógu góð, á öllum sviðum. Ég reyni að hlusta frekar á röddina sem er stolt af mér, sem veit að ég get gert hvað sem ég vil, sem lítur á það besta í öðrum, það besta í mér, það besta í öllum aðstæðum. Ég veit að viðhorfið skiptir mun meira máli en aðstæðurnar.

Ég er ekki smeyk við það að flytja, ég hef gert það áður og það reddaðist allt saman. En ég er smeyk við að standa mig ekki nógu vel í skólanum. Að ég eigi ekki eftir að skilja námsefnið. Að verkefnin muni vaxa mér í augum. Við að vera lang elst, umkringd tvítugu fólki sem er mætt til að djamma af sér rassgatið. Ég er pirruð yfir því að líta ekki út eins og ég leit út þegar ég var tvítug þegar ég gat klætt mig í hvað sem er og var sama um kílófjöldann því sú tala var svo lág. Þetta er það sem djöfullinn á öxlinni segir. Engillinn segir að ég viti hversu gáfuð ég er. Að ég líti fullkomlega vel út. Að framtíðin sé björt, ekki af tilviljun, heldur af því að ég mun sjá til þess að svo verði. Að ég megi ekki efast, alls ekki um sjálfa mig. Að þessi póstur sé góður af því að einlægni sé svo mikið betri en að þykjast. Hversu þreytandi er það ekki að þykjast? Er ekki betra að vera sannur? Hreinskilinn við sjálfan sig og aðra? Ég held það. Það finnst mér aðlaðandi. Það felur í sér vellíðan. Meira um það seinna.

Image

Advertisements
Tagged , ,

One thought on “Einlægni.

  1. petrea lara says:

    áfram með þig duglega stelpa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: