Áðurnefnd markmið

Ég hef ekki sett mér neitt sérstakt markmið undanfarið, annað en það að hreyfa mig meira, og borða hollara og allt það, sem gæti auðvitað gengið betur. Það sannar raunar að það að setja sér ákveðin markmið á ákveðnum tíma virkar, að planið mitt virkar, það bara virkar ekki nema markmiðið sé ákveðið! Að segja: “æi ég ætla að reyna að hreyfa mig meira og borða hollara”, það virkar ekki.

Eitt af þeim markmiðum sem ég hafði hugsað mér að setja niður fyrir einn mánuðinn var það að labba í vinnuna. Tilviljun réði því að það hefur gengið ágætlega þennan mánuðinn – meira svona sú “tilviljun” að foreldrar mínir hafa þurft að nota bílinn sem þýðir að ég neyðist til að labba, hvort sem mér líkar betur eða verr. Ég hef ekki svo mikið sem sest inn í bílinn minn síðan síðastliðin fimmtudag. Þannig að, óvart, so far so good. Að labba í klst á dag hlýtur að teljast ágætis hreyfing – ekki satt? (Sérstaklega þegar maður labbar í ræktina OG aftur heim – halló Hafnarfjörður!).

Ég kláraði líka 6 vikna líkamsræktarnámskeiðið mitt og missti bara af tveimur tímum í það heila, ekki slæmt. Keypti mér svo rándýrt kort (þar sem ég er að fara út eftir rétt rúman mánuð) og er sæmilega dugleg að mæta í dans fitness. Ég ætla alltaf að mæta í fleiri tíma en sá hugsanagangur fer svona fram: “Ég ætti að mæta í hot yoga í kvöld. Það er geðveikt góð hugmynd. Æi ég nenni því nú varla. Já ég fer bara í dans fitness á morgun.” Það er vegna þess að mér finnst bara gott að fara í hot yoga, þegar ég er búin það er að segja, en ég elska að fara í dans fitness. Á maður ekki bara að gera það sem manni finnst gaman? Mér finnst það.

Ég get ekki sagt að ég sjái miklar breytingar á mér eftir alla þessa líkamsrækt, ekki þannig séð. Það hefur kannski eitthvað með það að gera að ég er búin að fara á djammið flesta laugardaga í nokkrar vikur núna. Mér er bara boðið í of mörg partí. Afmæli, útskriftir, gæsun, brúðkaup um helgina. Svo er ég sko alveg að fara, þú veist, þannig að ég verð að vera dugleg að hitta fólk á meðan ég hef tækifæri til. Afsakanirnar eru svo sannarlega á reiðum höndum. Ég meina, áfengi er skemmtilegt í hófi. Ég er mjög góð í að neyta þess í hófi. Ekkert að því.

Þannig að. Ég í brjáluðu formi? Kannski ekki að gerast neitt á næstunni. Það er í lagi líka. Maður verður að hafa eitthvað að stefna að.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: