Minimalismi

Rakst á þessa grein í dag og var svo á sömu skoðun og höfundurinn. Nú þegar ég stend frammi fyrir því að pakka niður lífi mínu er ég svo óendanlega þakklát fyrir að vera eins minimalísk og ég er. Að ganga frá því sem ég á verður pís of keik! Fyrir utan hvað lífið verður svo ótrúlega auðvelt einhvern veginn þegar það er ekki fullt af drasli.

Ég veit ekki afhverju það er lögð svona mikil áhersla á að eiga svona mikið af hlutum. Það er svo ríkt í Íslendingum að sanka að okkur hlutum og nota til þess að auglýsa velmegun okkar út á við. Eins og það sé ekki fullkomlega í lagi með okkur þó við eigum ekki flottasta bílinn eða húsbíl og íbúð. Það er lögð svo mikil áhersla á hluti að fólk sér ástæðu til þess að steypa sér í skuldir bara svo allt lúkki út á við – skiptir engu þó allt heila klabbið sé byggt á brauðfótum.

Þegar ég byrjaði að vinna þá varð ég ekki beint fyrir pressu, en engu að síður var mér bent á að ég gæti nú farið að safna mér fyrir íbúð eða keypt mér nýjan bíl eða sófa í stofuna. Sem betur fer hlustaði ég á sjálfa mig. Ég sá ekki ástæðu til þess að eyða peningunum mínum í hluti sem ég þarfnaðist ekki. Og ég vissi sem var að ég yrði líklega ekki það lengi á klakanum að það að kaupa sér íbúð væri einhver nauðsyn. Mig langar bara ekki svo mikið til að eiga hluti. Mig langar að ferðast. Og ég held að það sé hægt að eiga einhvers staðar heima þó maður eigi ekki allt til alls, eða allt það nýjasta og flottasta. Ég þarf ekki troðfulla íbúð af hlutum, sem ég þarf svo að vesenast við að þrífa. Ég þarf ekki nýjustu tísku. Ég þarf ekki nýjasta iPhone. Ég þarf tölvu, en mér er sama hvort það sé PC eða Mac. Þegar lífinu er lifað á slíkan hátt þarf kannski ekki alltaf að vera að taka lán. Það er jafnvel til einhver peningur í buddunni. Það hentar mér betur. Maður þarf bara að passa sig á að vera ekki dreginn inn í þetta sjúka neyslumynstur sem á það til að heltaka þjóðina.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: