Ragn og röfl

Ég var ekkert brjálæðislega hress í morgun. Ég sá eiginlega bara leiðinlegu hlutina í lífinu. Til dæmis labbaði ég í vinnuna, sem var fínt á meðan á því stóð, en þegar ég mætti þá var ég fyrst að deyja úr hita og svita, og svo þegar svitinn hafði gert sitt gagn, að deyja úr kulda það sem eftir lifði morguns. Ég var pirruð yfir að vera stutthærð en ekki síðhærð. Pirruð yfir að sjá engan svakalegan árangur í ræktinni þó ég sé dugleg að mæta, og drekka vatn, og ekki drekka gos, og borða ávexti og grænmeti. Var pirruð yfir að það sé næstum kominn júlí og að ég sé ekki tönuð í drasl ennþá. Ég var pirruð yfir því að það væri þriðjudagur. Ég var þreytt, og hálf kvefuð að sumri til (afhverju? Er það ekki bannað?). Stressuð yfir að vera að hefja háskólanám numero tres í haust án þess að vita almennilega hvað ég vil verða þegar ég verð stór (hvenær verð ég stór?). Stressuð yfir peningum, og námslánum. Örg yfir því að ég hafi ekki ennþá ferðast til Asíu. Mig langaði til að leggja mig. Ég sagði mér að svona væru sumir dagar bara. Stundum er maður bara þreyttur og pirraður, og að það sé eðlilegt.

Rangt. Ég fór með vini mínum í hádegismat og við sátum úti á “svölunum” í Te&Kaffi í sjóðandi hita. Ég hló að Ellen. Og ég mundi að það sem ég held reglulega fram er rétt: Það er viðhorfið sem skiptir máli. Ég ræð því hvernig mér líður. Ég get minnt mig á það góða, horft á það sem ég hef gert, í stað þess að einblína á það sem ég hef ekki gert. Og ég þarf ekki að vera pirruð og þreytt í dag frekar en ég vil. Hver velur líka vera í vondu skapi í svona góðu veðri?

 

Image

Advertisements
Tagged

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: