19. júní

Ég var algjörlega máttlaus. Ekki drukkin, ég hafði ekki drukkið dropa, en ég var samt svo slöpp að ég gat varla staðið í lappirnar. Mig langaði bara að komast heim, ég varð að komast heim. En hvernig gat ég komist heim þegar ég gat varla tekið eitt skref án þess að hrasa? Skemmtistaðurinn sem ég var stödd á var troðfullur af fólki, ókunnugu fólki, mikið af því karlmenn. Ég gat ekki varið mig. Það var enginn til að hjálpa mér. Hvernig gæti ég varið mig ef eitthvað kæmi upp á? Hvað ef einhver tæki eftir ástandinu á mér, hvað yrði um mig þá? Hvað ef einhver myndi nota þetta “tækifæri”, varnarleysi mitt, nota það til að koma fram vilja sínum við mig? Í hvernig standi yrði ég þegar ég kæmist loksins heim?

Sem betur fer var þetta ekkert nema draumur. Að sjálfsögðu ekki draumur, martröð, sem mig dreymdi í nótt. Í þessari martröð var ég dauðhrædd. Það var skýrt að það sem ég hafði áhyggjur af var að mér yrði nauðgað. Þessi tilfinning, að vita að ég gæti ekki varið mig, að ég væri ekki örugg, var hræðileg. Og þetta var bara draumur. Ef mér leið svona illa af einum draumi, hvernig líður þá þeim konum sem hafa gengið í gegnum þetta í alvörunni, þeim sem hafa verið nauðgað?

Það er varla tilviljun að mig dreymdi þetta, enda hef ég undanfarna daga lesið pistil eftir pistil um femínisma, um nauðganir, um upplifanir þeirra sem hafa gengið í gegnum slíka martröð. Ég vaknaði, og það sem ég las í morgunsárið var enn einn hræðilegur pistill. Ég vaknaði eftir þennan draum á Kvennadeginum 19. júní. Og við þá sem halda því fram að virðing sé borin fyrir konum, að jafnrétti sé náð, vil ég segja: sá dagur er ekki kominn. Heimurinn hefur svo sannarlega fulla þörf fyrir femínista.

 

Image

Advertisements
Tagged

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: