There are times to stay put and what you want will come to you, and there are times to go out into the world and find such a thing for yourself. – Lemony Snicket

Mest lesna greinin á mbl.is í dag segir frá stelpu sem seldi íbúðina sína, hætti í vinnunni sinni og ætlar að ferðast um heiminn. Það að þessi grein sé svona vel lesin segir mér að þetta sé eitthvað sem ansi margir væru til í að gera. Hætta þessu 9-5 í bili og leggja upp í ævintýri. Ég skil það fullkomlega, það er minn draumur líka. Hins vegar á ég afskaplega marga drauma, og það er ástæðan fyrir því að ég er búin að eyða síðastliðnum mánuðum uppfull af valkvíða. Ég vissi að það kæmi að því að ég vildi halda áfram, en hvað átti ég að gera?

Ég var alvarlega að íhuga að flytja til Ástralíu, þar sem ég á vini þar sem myndu hjálpa mér að koma mér fyrir, finna vinnu og ferðast. Það er eitthvað sem mig langar ennþá að gera. En það var ekki það eina sem mig langaði að gera. Annað sem er búið að vera á bucket listanum mínum ansi lengi er fara í háskóla erlendis, þá helst í enskumælandi landi, helst annað hvort í Ameríku eða Bretlandi. Svo að ég beið, og beið, og beið, eftir því að eitthvað myndi gerast. Þangað til eitthvað myndi gerast sem myndi gera mér ljóst hvað ég ætti að gera. En það gerðist ekki neitt, ekki fyrr en ég áttaði mig á því að það gerist ekki neitt nema ég láti það gerast. Who knew? 

 

Image

 

Þegar ég hugsaði málið gerði ég mér grein fyrir því að ég myndi örugglega ekki nenna að fara í enn eitt háskólanám eftir 5 ár, en ég nenni því svo sannarlega núna. Að ég geti alltaf farið til Ástralíu seinna meir. Þannig að ég sótti um, og fékk inn, í Anglia Ruskin í Cambridge, Englandi, þar sem ég mun læra Publishing (meistaragráðu) næsta árið og mun ég því flytja af landi brott þann 25. ágúst.

Þetta allt saman fléttast inn í sýn mína á lífið. Að maður verði bara að gera það sem mann langar til, og ekki hlusta á þá neikvæðu sem dæla á mann heimsendaspám, fullvissir um að það hræðilegasta sem geti gerst muni gerast, að hlusta frekar á jákvæðnina, á röddina sem segir “Ég veit hvað ég vil, ég vil þetta.” Að trúa því að lífið geti verið alveg ótrúlega frábært, ef maður einfaldlega hagar því svo til. Að þessu leytinu til held ég að maður geti tekið Pétur Pan sér til fyrirmyndar:

Wendy: So your adventures are over then?

Peter: No, oh no, to live is an adventure.

 

Svo það er planið mitt, fyrir lífið. Að gera plan. Að setja hluti á listann og framkvæma listann, og halda áfram að setja nýja hluti á listann og gera plan og framkvæma listann. Að gera ekkert sem mig langar ekki að gera, að gera bara nákvæmlega það sem mig langar til. Ég veit um margt sem mig langar ekki að gera. Mig langar ekki að kaupa mér íbúð. Mig langar ekki að kaupa mér bíl, og mig langar ekki að kaupa mér sófa. Mig langar ekki að kaupa mér neitt, mig langar ekki að taka lán fyrir neinu, mig langar ekki að vera föst. Mig langar að vera frjáls, og kynnast nýjum hlutum, og þegar nýju hlutirnir eru orðnir gamlir hlutir þá langar mig að fara aftur af stað og finna aðra hluti sem verða þá nýjir hlutir, þangað til þeir verða gamlir, og svo framvegis. Mig langar ekki að eignast börn fyrr en eftir mörg, mörg ár. Mig langar bara að eiga mig. Mig langar að gera bara það sem mig langar að gera. Kannski finn ég einhvern til að gera hlutina með. Kannski geri ég hlutina bara ein. Það er mjög fínt líka. Þetta er allt mjög fínt.

 

Image

Advertisements
Tagged ,

4 thoughts on “There are times to stay put and what you want will come to you, and there are times to go out into the world and find such a thing for yourself. – Lemony Snicket

 1. bjarniben says:

  Árangur, áfram, ekkert stopp! 🙂

  • gudnyg says:

   Úff ég var við það að detta í stresskast þegar ég byrjaði að lesa bæklinginn sem ég fékk sendan og hugsa um allt sem þarf að gera, peningana sem þarf að borga, koma sér á staðinn vesen, milljón lítil skref sem þarf að taka… En það reddast, jákvæðni.is! :p

 2. Selma Rut says:

  Vel mælt unga stúlka …þú átt eftir að gera góða hluti 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: