Becoming yourself

Image

Ég rakst á þessa mynd og verð að segja að mér finnst hún alveg frábært. Það sem ég hef nefnilega ýjað að, það sem ég hef verið að vinna í undanfarið ár er einmitt þetta, að hætta að reyna að vera fullkomin, og jafnvel enn frekar að hætta að þykjast vera fullkomin út á við þegar mér tókst ekki að verða fullkomin. Ég held að þetta sé voða mikið í fólki, að þykjast hafa allt á hreinu, að vera ekkert að játa það að hlutirnir séu ekki nákvæmlega eins og þeir “eiga” að vera. Fyrir suma skiptir það rosa miklu hluti að hlutirnir lúkki rétt, að vera með ákveðna ímynd, því án hennar myndi fólk kannski ekki bera virðingu fyrir þér, ekki gefa þér tækifæri. Eða hvað, hvaða hræðsla er þarna á ferð?

Er eitthvað svo hræðilegt að vera hreinskilin? Ganga ekki allir í gegnum erfiða tíma? Eigum við ekki öll einhvern “pakka”, kannski mis stóra ef það má orða það svo? Í hvert einasta skipti sem ég hef rætt málin í hreinskilni við fólk þá hefur alltaf komið í ljós að sú manneskja á við ýmis konar vandamál að stríða, og ég held satt best að segja að okkur hafi hreinlega liðið betur við að vita að við vorum ekki ein á báti, að það hafa allir sinn djöful að draga, svo að segja. Ekki að ég sé að tala um eitthvað hræðilegt, en það finna allir fyrir óöryggi, kvíða og stressi, að minnsta kosti einstaka sinnum, og það er gott að vita að maður er ekki einn í þeim pakka.

Ef við vissum hvað fólkið í kringum okkur er að hugsa, ef við vissum hversu lík við erum, þá held að við yrðum mun afslappaðari. Myndum kannski ekki týna okkur svona mikið í kapphlaupinu. Leggðum ekki jafn mikla áherslu á að þykjast vera með allt á hreinu. Gætum bara dregið andann djúpt, og verið ánægð með okkur, ófullkomin eins og við erum, vitandi að við erum öll að gera okkar besta, og að það er nóg.

Advertisements
Tagged ,

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: