I’m baaack!

Já hæ! Ég tók smá pásu en er komin aftur svo allir geta nú andað léttar. Ég tók lífinu létt í apríl og í stað þess að einblína á markmið einblíndi ég á að hafa gaman. Ég tók þetta svolítið mér til fyrirmyndar:

Image

Stundum verður bara að hafa gaman og hugsa ekki of mikið. Þannig að ég varð menningarleg og fór á Aldrei fór ég suður um páskana, fór á La Bohéme með mömmu í Hörpu, fór alla leið til Búdapest, Vínar, Bratislava og Györ og skemmti mér vel.

En nú er alvaran tekin við aftur og markmiðasetningin komin á fullt. Það eina við að setja sér markmið er að maður verður að eiga svolítið mikið af slíku til þess að komast í gegnum árið. Ég tel það varla sem markmið að gera eitthvað skemmtilegt því ég þarf ekki að neyða mig til þess. Ég er búin að gera ansi margt nýtt á árinu sem fellur ekki undir það að breyta vana. Bara vera opnari fyrir nýjungum og nýjum hugmyndum. Það hefur ekki verið erfitt. Að finna vana til að breyta er annað mál, og ástæðan fyrir því að markmiðin mín hafa hingað til snúist um mataræði og hreyfingu. Það er alltaf það sem er erfiðast, að minnsta kosti fyrir mig.

En ég tók mig engu að síður til og tæklaði markmið sem ég var búin að vera að humma fram af mér síðasta árið. Þegar ég var úti þá áttaði ég mig á því að ég gæti verið í betra gönguformi og því lagði ég af stað upp Esjuna þegar heim var komið. Það var brjálæðislega erfitt, verð ég að segja. En ég hafði það upp að Steini og get því tékkað það af mínum “bucket” lista, guði sé lof. Ég þyrfti bara helst að komast 3x í viðbót þennan mánuðinn og þá væri þetta almennilegt markmið. En ég labbaði líka nokkrum sinnum í vinnuna þennan mánuðinn, áður en veðrið varð svona leiðinlegt, og það var bara mjög hressandi. Verð að halda því áfram ef veður leyfir (og mér tekst að vakna á skikkanlegum tíma). Og eftir mánuð verður jafnvel kominn nýr vani 🙂

I can

Advertisements
Tagged ,

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: