Susan Cain: The power of introverts

Einstaka sinnum rekst maður á fólk sem virðist upplifa heiminn á svipaðan hátt og maður gerir sjálfur, sem tekst að setja hluti og upplifanir í orð sem manni hafði ekki einu sinni dottið í hug að reyna að útskýra. Í dag, fyrir mig, var sú manneskja Susan Cain.

 

Susan Cain: The power of introverts

 

Fyrsta sagan sem hún segir minnir mig á sumarfrí sem ég fór í með foreldrum mínum þegar ég var unglingur. Það rigndi allan tímann í bústaðnum en það var allt í lagi því vorum með nóg af bókum og við lágum og lásum heilu dagana. Mörgum hefði leiðst en fyrir mér var þetta eitt afslappaðasta og mest kósý frí sem ég hef farið í.

Ég hef oft verið allt að því ásökuð um að vera alvarleg og/eða lokuð, eins og það sé einhvers konar glæpur við mannkynið. Ég segi ekki að það myndi ekki auðvelda mér lífið ef ég væri einstöku sinnum aðeins meira á útopnu. Það er hins vegar ekki í eðli mínu. Ég er róleg, og það er líka allt í lagi. Mér líður nefnilega best þegar ég fæ að vera í friði, þegar ég týnist í hugsun, þegar ég er heima að lesa, svo dæmi séu tekin. Mér líkar ekki við hávaða, ég framkvæmi ekki án þess að vera vandlega undirbúin og ég þarf á einveru að halda til þess að hlaða batteríin. Þannig er ég, og ég vildi óska þess að fólk myndi sætta sig við það, að það gerði sér grein fyrir því hversu jákvætt það er að við erum ekki öll eins og hætti að reyna að setja okkur öll undir sama hatt.


Advertisements
Tagged

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: