Að velja sér líf

Ég veit ekki hvort nokkurt okkar geri sér grein fyrir því hversu mikið af því sem við gerum er val. Svo ótrúlega margt af því sem við gerum eru hlutir sem við höfum alist upp við og gerum því ráð fyrir að séu réttir fyrir okkur, án þess að hafa nokkurn tímann gagnrýnt það. Ég held að við höfum alist upp við það að telja það eðlilegt að drekka gos og borða nammi á hverjum degi, fá okkur hamborgara og pizzu reglulega, drekka ótæpilega af áfengi um helgar og/eða á mannamótum. En lætur það þér líða vel?

Ég þekki mikið af fólki sem er ekki sátt, til að mynda við útlit sitt og þá aðallega við þyngdina, svo dæmi séu tekin. Engu að síður reynist það fólki svo ótrúlega erfitt að hætta í sukkinu, eða mæta í ræktina; yfirleitt bæði. En ef við hugsum það sem svo: Allt sem þú gerir er val. Að stinga upp í þig súkkulaði, mun það láta þér líða betur? Í smástund já, en hvað svo? Hefði þér liðið betur ef þú hefðir valið þér vínber í staðinn? Fengið þér sódavatn í staðinn fyrir kók? Sleppt sígarettunni?

Það verður hver að gera það upp við sjálfa/n sig. Ég veit að ég hef ekki drukkið gos í næstum 3 mánuði, ekki borðað nammi síðastliðna viku, minnkað áfengisneyslu niður í ca einn bjór í viku, mætt 3x sinnum í viku í ræktina síðustu 3 vikur og farið vikulega í hugleiðslu síðan í október og að niðurstaðan er sú að mér líður mun betur á líkama og sál. Ég vakna hress um helgar. Fötin mín passa betur á mig. Ég á pening sem ég get eytt í að gera eitthvað skemmtilegt og gott fyrir sjálfa mig, pening sem fór áður í djamm, gos og nammi og óhollt skyndibitafæði. Ég veit að ég vil ekki fara aftur í þann pakka. Heilbrigður lífstíll er orðið að vali, vali sem skiptir mig miklu máli. Ég vel á hverjum degi, við hverja ákvarðanatöku, að láta mér líða vel með því að velja kost a í staðinn fyrir kost b. Hvað með þig?

E.S. Þetta hugsanaferli fór í gang eftir að ég las eftirfarandi færslu: http://on.fb.me/GP1xQK

Advertisements
Tagged ,

One thought on “Að velja sér líf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: