Jákvæðni.is

Hvernig heldur þú að heimurinn væri ef við eyddum jafn mikilli orku í að tala um það sem er jákvætt og fólk sem er að standa sig vel, og við gerum í neikvæðni, gagnrýni, röfl og tuð?

 

Ég er satt best að segja orðin drulluþreytt á að lesa hvað hinn og þessi gerði og hversu mikil fífl þeir eru. Líklegast er það alveg satt. En mig langar bara ekki lengur að hlusta. Mig langar að sjá fegurðina í lífinu. Mig langar að verða vitni að atburðum sem gleðja mig. Mig langar að anda.

 

Ég tók því upp á þessari æfingu, að setja saman lista yfir fimm einstaklinga sem eru að standa sig vel, fólk sem ég er ánægð með og fylla mig bjartsýni. Fyrst og fremst er ég ánægð með Þóru Tómasdóttur sem ritstjóra Nýs Lífs. Nei ég er ekki að fara að tala um það sem þú heldur að ég sé að fara að tala um. Það sem ég meinti er að hún fjallar í hverju tímariti um duglegar og flottar konur sem ég myndi ekki einu sinni vita af nema af því að þær eru kynntar fyrir mér á þessum síðum. Önnur sem ég nefni er Greta Salóme, fyrir að vera svona ung en láta það ekki stoppa sig í því að vera hörkudugleg og láta drauma sína rætast.

 

Talandi um drauma þá vil ég jafnframt benda á Loga Geirs. Loga hefur gengið allt í haginn og það væri auðvelt fyrir hann að láta eins og hann væri náttúru talent og einhvern veginn “heppnari” en við hin. Í hverju einasta viðtali sem ég hef lesið við hann gerir hann hins vegar akkúrat öfugt, hann bendir á að það eina sem dugar til þess að ná árangri er að vinna fyrir því, og hann er meira að segja farinn að halda fyrirlestra til þess að hvetja fólk til þess að láta til sín taka. Svona á að vera góð fyrirmynd.

 

Mig langar einnig að nefna Sigrúnu Gunnarsdóttur sem rekur Heilunarskólann. Ég er búin að vera að fara reglulega til Sigrúnar síðan í október síðastliðinn og það er alltaf svo gott að koma þangað. Sigrún leggur áherslu á það að trúa á sjálfan sig, að vinna í sjálfum sér, að lifa andlegu lífi. Að vera hjá henni hefur gert mér svo ótrúlega gott og ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Síðust, en alls ekki síst, vil ég nefna mömmu mína sem hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, alltaf stutt mig dyggilega, alltaf hvatt mig til að láta drauma mína rætast. Ég veit hreinlega ekki hvar ég væri án hennar. Takk mamma mín.

 

Þetta er sú jákvæðni sem ég vil senda út að þessu sinni. Þú mátt endilega hugsa upp fimm manneskjur sem hafa gert og gera enn góða hluti að þínu mati, og ef þú vilt þá máttu deila þeim lista með mér (í alvörunni, ummælaboxið bítur ekki).

 

Hafðu það gott!

Advertisements
Tagged , ,

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: