Víðáttubrjálæði

 

Hvað myndir þú gera ef þú gætir gert hvað sem þú vildir? Ef að peningar, upp að vissu marki, væru ekki vandamál, ef þú þyrftir ekki að hugsa um börn, ef þú ættir ekki mann/konu, ef þú værir búin/n með skóla, hvað myndir þú gera? Ef þú þyrftir að velja og hafna, hvað yrði efst á lista? 

 

Lífshandrit er hugtak sem ég heyrði um daginn en það felur í sér allt það sem þér finnst þú þurfa að afreka í lífinu, hvort sem það kemur frá þér eða fólkinu í kringum þig. Það er nefnilega þannig að þó það sé ekki sagt berum orðum, þá veistu hvað þú “átt” að gera, til þess að þér finnist þú hafa lifað lífinu “rétt”. Svo ég taki sjálfa mig sem dæmi þá vissi ég alltaf að ég yrði langskólagengin. Það var bara gefið. Mér fannst gaman að lesa, mér gekk vel í skólanum, og það var engin spurning, hvorki frá fjölskyldu minni, kennurum, né öðrum að ég færi í menntaskóla eftir grunnskóla og háskóla eftir það. Enda gekk það eftir. Ég er ekki að segja að ég hefði viljað gera hlutina eitthvað öðruvísi. Ég er mjög sátt með það hvar ég er núna. En það var engu að síður ekki neitt val af minni hálfu. Ég gerði bara það sem var ætlast til af mér.

 

Nú þegar þeim parti af lífshandriti mínu er lokið er ég hins vegar komin á krossgötur. Hvað næst? Hvað langar mig að gera? Það getur reynst erfitt að svara þeirri spurningu enda litast hún æði oft af því sem aðrir segja. Þér finnst þú kannski vita hvað þú vilt, en sko, vinkona þín sagði þetta og mamma þín hitt, bróðir þinn eitthvað annað. Og áður en þú veist af ertu ekki lengur viss, hver vildi að þú gerðir þetta eða hitt og hvað var það eiginlega sem þú vildir upphaflega sjálf/ur? Það er merkilegt hversu duglegt fólk er að segja þér hvað þeim finnst að þú eigir að gera, og hversu óduglegt það er að gera það eina rétta í stöðunni og spyrja, “hvað er það sem þú vilt gera”? 

 

Sem betur fer á ég góða að sem ætlast ekki lengur (ekki eftir skólagönguna) til neins sérstaks af mér, ekki í stórum dráttum, nema þess að ég geri það sem gerir mig hamingjusama. En hvað þá? Nú þegar ég er komin með meistaragráðu þá get ég gert hvað sem ég vil, sjóndeildarhringurinn blasir við mér eins langt og augað eygir. Og ég þjáist af víðáttubrjálæði. Hvað gerirðu ef allar áttir eru mögulega? Mig svimar næstum, einungis við tilhugsunina.


Advertisements
Tagged ,

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: