Hreinskilni

Ég bjó þetta blogg til án þess að gera nokkurn skapaðan hlut við það fyrir svona sirka, úff, 6 árum. Átjs. Allavega, þá setti ég þennan titil á það “keeping the faith”. Þessi setning kemur frá samnefndri mynd með Edward Norton og Ben Stiller en hefur ekkert með innihald myndarinnar að gera. Mér fannst þetta bara vera góð setning, og mér finnst það enn. Til þess að afreka eitthvað verður fyrst og fremst að vera til staðar sú trú að verkefnið sé yfirstíganlegt. Þú verður að hafa trú á sjálfum/sjálfri þér.

Maður myndi halda að það væri ekki svo flókið. En eftir því sem tíminn líður og ég kynnist fleira fólki átta ég mig æ betur á því að það er ekki bara ég sem á í vandræðum með það. Ég efast um sjálfa mig daglega. Það er rödd í hausnum á mér sem erfitt er að þagga niður í. Hún segir: “Þú, þú getur þetta ekkert. Þú ert ekki nógu gáfuð. Þú færð ekki nógu góðar hugmyndir. Þú ert ekki nógu góð. Þú ert ekki nóg.”

Þetta er ekki vandamál sem ég ein á við að stríða. Við höfum öll þessa rödd sem fylgir okkur hvert sem við förum. Sumir eru duglegri að þagga niður í henni og gengur þar af leiðandi betur að ná árangri. Aðrir eru fastir, hræddir um að röddin hafi rétt fyrir sér, að þeir séu ekki nóg, að þeir muni ekki ná markmiðum sínum, ekki þó þeir reyndu.

Ég held að stórt vandamál í þessu samhengi sé að við tölum ekki saman, ekki af hreinskilni. Okkur hefur verið kennt að vera hörð. Að láta eins og allt sé fullkomið, eins og við séum fullkomin, og að allt sé í himnalagi, þó okkur finnist það vera langt í frá. Ég held að margir myndu anda léttar ef þeir gerðu sér grein fyrir að við berjumst öll við þessa rödd. Ef þeir vissu að flestir á þessari jörð ganga um án þess að finnast þeir vita hvað þeir eru að gera. Og það inniheldur líka þá, jafnvel einmitt þá, sem tekst að láta líta út fyrir að þeir séu með allt á hreinu.

Því ætla ég að vera fyrst. Ég skal játa það að ég er ekki fullkomin. Ég veit ekki alltaf hvað ég er að gera, eða hvert ég eigi að stefna. Stundum þori ég ekki einu sinni að játa fyrir sjálfri mér hvað það er sem mig langar mest af öllu að gera, hvað þá að gera eitthvað í því. En ég hef trú. Innst inni trúi ég því að ég geti gert allt sem mig langar til. Ég þarf bara að drekkja þessari helvítis rödd fyrst.

Advertisements
Tagged ,

4 thoughts on “Hreinskilni

  1. Fjóla says:

    Ég er ekki heldur fullkomin 🙂

  2. Siggi P says:

    ótrúlega satt ! Vel mælt 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

Advertisements
%d bloggers like this: